Ofbeldi_gegn_börnum - page 29

27
fyrir hendi. Einnig getur verið að kynferðisofbeldi veki meiri hneykslan
og tilfinningalegt umrót en önnur form.
Ofbeldi gegn börnum á heimilum og í öðrum nánum samskiptum þeirra
sem eru tengdir nánum böndum fer oft leynt en þögnin um kynferð-
isofbeldi er e.t.v. mest. Fyrsta skrefið í forvörnum er að fagfólk brjóti
þagnarmúrinn og er það einmitt eitt af markmiðumVitundarvakningar-
innar. Kynfræðsla og miðlun upplýsinga um hjálparleiðir eru raunhæfar
forvarnir og hún þarf að ná til fagfólks ekki síður en til barna. Meðal
annars þarf að ná til barna og unglinga sem brjóta kynferðislega á öðrum
börnum. Flest þeirra vita að þau eru að gera rangt og vilja fá hjálp og ná
stjórn á hegðun sinni og hugsunum. Rannsóknir sýna að umtalsverður
hluti þeirra barna er undir 18 ára aldri (Regeringen, 2011). Þau þurfa
sérhæfðari inngrip en skólinn getur veitt. Það er eigi að síður brýnt að
huga að þörfum þeirra. Hér á landi er í boði sálfræðiþjónusta vegna
óviðeigandi kynhegðunar barna og unglinga og geta barnaverndarnefndir
sótt um hana, sjá
Mikilvægt er að börn njóti samsvarandi þjónustu vegna annars ofbeldis
sem þau eru beitt. Þó að kynferðisofbeldi sé ótvírætt alvarlegt og refsivert
á það einnig við um aðrar gerðir illrar meðferðar á börnum.
Margs konar fræðsla um kynferðisofbeldi fyrir börn hefur verið reynd í
skólum. Mat á henni hefur sýnt að þekking barna eykst, þau læra hvernig
má verja sig og sumar rannsóknir benda til þess að þau segi þá frekar frá
ofbeldinu. Erlendis hefur þó ekki verið sýnt fram á tengsl á milli slíkrar
fræðslu og fækkunar kynferðisbrota gegn börnum (Miller-Perrin og
Perrin, 2007). Þetta hefur ekki verið rannsakað hér á landi svo vitað sé.
Samtökin Blátt áfram sinna fræðslu á þessu sviði. Þrátt fyrir þann kost
að samtökin líta á börn sem virka gerendur þyrfti að laga skilaboð betur
að íslenskum aðstæðum. Hér er t.d. átt við ráð samtakanna um hvaða
fullorðnum börn geti treyst, hvenær þau eigi að ræða við þá eða vera ein
með þeim. (Blátt áfram, e.d.) Nefna má ýmis dæmi úr daglegu lífi um að
óraunhæft sé að fylgja sumum leiðbeininganna, þó að markmið þeirra,
að koma í veg fyrir, greina og bregðast við kynferðisofbeldi á ábyrgan
hátt, sé fyllilega réttmætt. Má velta því fyrir sér hvort áherslan á hættuna
af kynferðisofbeldi sé einfölduð, hvort boðskapurinn geti verið fælandi,
vakið falskt öryggi og snúist upp í andstæðu sína (Houston og Griffiths,
2000). Fræðsla sem eingöngu leggur áherslu á að börn verndi sig sjálf
hefur meðal annars verið gagnrýnd á þeim forsendum að börn hafi ekki
þroska til að standa undir þessu. Spurningin er þó ekki hvort eigi að fræða
Fyrsta skrefið í
forvörnum gegn
ofbeldi í garð barna
er að brjóta þagnar-
múrinn
1...,19,20,21,22,23,24,25,26,27,28 30,31,32,33,34,35,36,37,38,39,...92
Powered by FlippingBook