Ofbeldi_gegn_börnum - page 27

25
Kynferðisofbeldi
Kynferðisofbeldi gegn börnum af hálfu foreldra eða forsjáraðila og
annarra nær yfir margs kyns athafnir, svo sem að horfa á klámmyndir
með barni, láta barn horfa á kynlíf fullorðinna, „leikur“ með kynferð-
islegu ívafi, kossar, snerting, svo sem strokur og káf, fróun með munni,
höndum eða í endaþarm, samfarir og nauðgun (Miller-Perrin og Perrin,
2007). Kynferðisofbeldi getur líka falist í orðbragði sem er meiðandi,
ítrekað eða til þess fallið að valda ótta. Rætt er um sifjaspell þegar ofbeldi
gegn barninu er innan fjölskyldu eða framið af nánum ættingja barns.
Misnotkunin felur í sér að sá sem beitir barn kynferðisofbeldi notfærir
sér yfirburðastöðu sína í krafti þekkingar, trausts sem barnið ber til
hans og er þá viðkomandi í valdastöðu gagnvart því (Miller-Perrin og
Perrin, 2007). Munur á aldri og þroska ákvarðar hvenær og hvort athæfi
milli barna og unglinga telst refsivert. Samræði eða önnur kynferðismök
milli systkina er refsivert en hafi annað systkina eða bæði ekki náð 18
ára aldri þegar verknaður átti sér stað má ákveða að refsing falli niður
að því er þau varðar.
Vafi getur komið upp um hvernig á að skilgreina kynferðisofbeldi og
kemur meðal annars til álita ætlan þess sem brýtur gegn barninu.
Hvenær nær athöfn lengra en venjuleg umönnun og samskipti, t.d.
að baða barn eða að sýna því hlýju?
Er í lagi að foreldrar láti fimm ára barn sjá sig nakin heima við? Hvað
ef barnið er fimmtán ára?
Hvers konar svefnvenjur, t.d. að deila rúmi með barni, eru taldar
eðlilegar á heimilinu?
Hve mikil nekt og líkamleg snerting er talin ásættanleg í fjölskyldunni?
Svarið við þessu er að athæfi telst vera ofbeldi ef það er gert til að ná
kynferðislegri örvun. Dæmi um þetta eru endurteknar athuganir eða
tilefnislaus þvottur á kynfærum barns. Í skóla má nefna dæmi um um-
önnun ungra barna, svo sem bleyjuskipti í leikskóla eða umgengni
kennara í búningsklefum. Kennarar beita þekkingu sinni og dómgreind
til að greina rétt frá röngu í þessu sambandi og þá meðal annars ef grun-
ur vaknar um að hegðun foreldris við þessar aðstæður sé ekki sem skyldi.
Einkenni um kynferðislegt ofbeldi gegn barni eru líkamleg og hegðunar-
leg. Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir (2006) fjalla ítarlega
um einkenni um kynferðisofbeldi, kynferðislega hegðun og leiki barna.
Ef hegðun gagnvart
barni er gerð í þeim
tilgangi að ná kyn-
ferðislegri örvun er
um kynferðisofbeldi
að ræða
1...,17,18,19,20,21,22,23,24,25,26 28,29,30,31,32,33,34,35,36,37,...92
Powered by FlippingBook