Ofbeldi_gegn_börnum - page 21

19
dóttir, ­Margrét Ólafsdóttir og Ingibjörg H. Harðardóttir, 2014a). Það
er einnig í sam­ræmi við erlendar viðtalsrannsóknir (McGee, 2005;
Mullender, o.fl., 2002).
Niðurstöðurnar benda til þess að foreldrar ættu að ræða meira við börn
sín um heimilisofbeldi þannig að upplýsingar berist ekki til þeirra eftir
tilviljunarkenndum og jafnvel óvönduðum leiðum, sem sumir netmiðl-
ar eru (Ingibjörg H. Harðardóttir, Steinunn Gestsdóttir og Guðrún
Kristinsdóttir, 2014). Þær eru einnig skilaboð til skóla og annarra aðila
sem sinna forvörnum um ábyrgð þeirra á vandaðri fræðslu, t.d. um
réttindi barna eins og þau birtast í Barnasáttmála SÞ (Lög um samning
Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, nr. 19, 2013). Fjölmiðlar
hafa mikilvægu hlutverki að gegna í að miðla upplýsingum og fræðslu
og mættu sinna því oftar.
Ýmsir aðilar hafa útbúið efni sem nota má bæði eða ýmist á heimilum
og í skólum í þessu skyni, svo sem Barnaverndarstofa, Embætti umboðs-
manns barna, Námsgagnastofnun og samtök, svo semBarnaheill, Save the
children á Íslandi, Heimili og skóli, Unicef á Íslandi og Kvennaathvarfið
í Reykjavík. Aftast í ritinu eru frekari upplýsingar um fræðsluefni sem
hentar ólíkum aldurshópum.
Í hverju birtist heimilisofbeldi?
3.1
Heimilisofbeldi birtist í ógnandi hegðun og misbeitingu í samskiptum
fólks sem býr saman eða er bundið nánum böndum (Mullender,
.,
2002). Heimilisofbeldi snýst fyrst og fremst um vald og stjórnun. Með
því er vísað til líkamlegs, efnahagslegs, kynferðislegs og andlegs ofbeld-
is. Hegðunarmynstur eru t.d. að nota líkamlega og yfirburðastöðu sína
á heimilinu, að ofbeldismaðurinn beitir börnum fyrir sig eða hann
beitir úrtölum, þrýstingi, hótunum eða ógnunum. Sá sem fremur athæf-
ið afneitar, ásakar aðra og beitir ásökunum; þrýstingi, hótunum, yfir-
drifinni stjórnsemi, eftirliti og ofsóknum (Pence og Paymar, 1993). Þetta
getur meðal annars falið í sér að einangra, niðurlægja, gera lítið úr, of-
sækja, munda eða beita vopnum og kúga fjárhagslega. Áður fyrr var
yfirleitt rætt um heimilisofbeldi í þeim skilningi að þar væri átt við átök
milli fullorðinna. Sá skilningur hefur breyst í kjölfar rannsókna sem sýna
að börn telja sig sjálf með þegar þau eru beðin að skilgreina hvað felst í
orðinu heimilisofbeldi (Guðrún Kristinsdóttir, 2014).
Heimilisofbeldi
snýst fyrst og
fremst um vald og
stjórnun
1...,11,12,13,14,15,16,17,18,19,20 22,23,24,25,26,27,28,29,30,31,...92
Powered by FlippingBook