Ofbeldi_gegn_börnum - page 19

17
Tölur frá nágrannalöndum staðfesta að heimilisofbeldi snertir mörg börn
(Eriksson, Bruno og Näsman, 2013; Radford
., 2011). Tíðni ofbeldis
sem börn upplifa í bernsku er ólík eftir menningu og aldursskeiðum
barna. Því hefur verið haldið fram að heimilisofbeldi sé vanskráð í rann-
sóknum og að svarendum finnist erfitt að viðurkenna það. En rannsóknir
sýna að traustar niðurstöður er hægt að fá með því að spyrja börn og
foreldra um reynslu af illri meðferð. Þó að það geti virst andstæðukennt
að spyrja foreldra um þetta er samkvæmni staðfest milli svara þessara
beggja hópa (Everson
., 2008; Mullender
, 2002).
Enginn vafi leikur á því að heimilisofbeldi er til staðar hér á landi. Þetta
hefur aðsókn að Kvennaathvarfinu í Reykjavík sýnt allt frá opnun þess
árið 1982, svo og starf annarra samtaka sem beita sér gegn nauðgunum
og sifjaspellum, svo sem Stígamóta og Drekaslóða. Á síðari árum hafa
einnig verið stigin skref til að veita körlum sem beita heimilisofbeldi
meðferð (Karlar til ábyrgðar, 2012). Fáar rannsóknir eru til hér á landi
á heimilisofbeldi og hafa þær flestar beinst að högum kvenna (Ingólfur
V. Gíslason 2008; Erla K. Svavarsdóttir 2010). Sárlega vantar rannsóknir
á heimilisofbeldi sem snúa að körlum.
Í könnun sem náði til um 2000 kvenna á aldrinum 18–80 ára sögðust
42% þeirra hafa verið beittar heimilisofbeldi einhvern tímann á ævinni
og 4% síðastliðna tólf mánuði (Elísabet Karlsdóttir og Ásdís A. Arnalds,
2010). Niðurstöðurnar sýndu að sum börn búa við og verða vitni að of-
beldi á heimilum. Þannig sögðu þrír fjórðu hlutar kvenna sem svöruðu
spurningu þar að lútandi að
barn
hefði verið á heimilinu þegar síðasta
ofbeldisatvik átti sér stað. Fleiri vísbendingar liggja fyrir um slíkt, meðal
annars í skýrslum lögreglu um útköll á heimili. Jafnframt sést þetta í öðr-
um rannsóknum. Rannsókn á líkamlegu ofbeldi og átökum í fjölskyldum
og tengslum þessa við líðan og heilsufar náði til 3500 unglinga á 14 og 15
ára aldri og sögðust 7% svarenda hafa orðið vitni að líkamlegu ofbeldi
á heimilinu. Það var fátíðara meðal unglinga sem bjuggu hjá foreldrum
með lengri menntun og betri fjárráð. Meðal unglinga sem áttu foreldra
með skemmri skólagöngu og þrengri fjárhag sögðust fleiri hafa beina
reynslu af líkamlegum átökum við fullorðinn á heimilinu en þau sem
svöruðu neitandi (Geir Gunnlaugsson, Álfgeir Kristjánsson, Jónína
Einarsdóttir og Inga Dóra Sigfúsdóttir, 2011). Þunglyndi, reiði og kvíði
var einnig algengari meðal þeirra. Erlendar rannsóknir hafa þó ekki sýnt
óyggjandi fram á tengsl efnahags og menntunar við heimilisofbeldi. Þar
sem rannsóknir hér á landi eru fáar verður því ekki að öðru leyti alhæft
um tengsl fjölskyldustöðu og heimilisofbeldis. Loks má nefna athugun
Börn búa við og
verða vitni að
heimilisofbeldi hér
á landi samkvæmt
niðurstöðum rann-
sókna
1...,9,10,11,12,13,14,15,16,17,18 20,21,22,23,24,25,26,27,28,29,...92
Powered by FlippingBook