Ofbeldi_gegn_börnum - page 15

13
kemst á. Samfélagsmiðlar móta í vaxandi mæli skoðanir fólks og ekki
síst barna og ungmenna. Það er því mikilvægt að skólar séu á varðbergi
gegn hræðsluáróðri og fordómum af öllum toga.
Skóli gegn fordómum
2.1
Öflugasta vörn skólans gegn fordómum er efling jafnréttis og lýðræðisvit-
undar allra nemenda og engin önnur stofnun er betur til þess fallin.
Kennsluaðferðir þar sem lögð er áhersla á vel skipulagða samvinnu
nemenda efla félagsþroska og hindra fordóma.
„Við samvinnunám starfa nemendur í hópum og eru samábyrgir fyrir
því að leysa viðfangsefni sín og geta í raun ekki lokið þeim nema allir
leggi sinn skerf til vinnunnar. Þeir eru því í raun háðir vinnuframlagi
hvers annars, rétt eins og iðulega gerist í daglegu lífi. Samvinnunám
hefur ætíð félagsleg markmið ekki síður en fræðileg og fjöldi rannsókna
hefur leitt í ljós að það skilar nemendum góðum árangri í námsgreinum
og er ekki síður vel fallið til að kenna nemendum ýmsa félagslega færni,
svo sem samvinnu, tillitssemi, hjálpsemi, þolinmæði og getu til að leysa
úr ágreiningi.“ (Jón Baldvin Hannesson og Rúnar Sigþórsson, 2000).
Umfjöllun um samvinnunám, þar á meðal nám í anda fjölgreindar­
kenningar Gardners og CLIM aðferðina, má finna á Kennsluaðferðavef
Ingvars Sigurgeirssonar og verkefni eru í undirbúningi á
is.
Kennarar þurfa að standa vörð gegn staðalmyndum, meðal annars
um kynferði, kynhneigð, líkamlegt og andlegt atgervi og uppruna. For-
dómar geta t.d. birst í því að nemandi er endurtekið skilinn út undan í
leik, athugasemdir hans eru hunsaðar eða jafnvel hæðst að þeim, aðrir
nemendur koma sér hjá því að vinna með honum eða að sitja hjá honum.
Margreyndur leikskólakennari sagði höfundunum þessa sögu: „Ég tók
eftir því í nafnaleik að ekkert barnanna þekkti nafn einnar stúlkunnar
í hópnum. Hún hafði þó verið á þessum leikskóla um skeið. Mér var
brugðið við þetta og einsetti mér eftir þetta að veita hverju barni sérs-
taka athygli, helst daglega eða að minnsta kosti annan hvern dag.“ Með
því að veita öllum nemendum jákvæða athygli, viðurkenna styrkleika
þeirra og fá þeim verkefni við hæfi, stuðlar kennarinn ekki aðeins að
jákvæðri sjálfsmynd nemenda sinna og góðum námsárangri heldur líka
að góðum skólabrag sem einkennist af virðingu og jafnræði, en umfram
allt er kennarinn nemendum góð fyrirmynd.
Öflugasta
forvörn skóla
gegn fordómum er
efling jafnréttis og
lýðræðisvitundar
nemenda
Samvinnunám
stuðlar að
félags­legri færni
nemenda
1...,5,6,7,8,9,10,11,12,13,14 16,17,18,19,20,21,22,23,24,25,...92
Powered by FlippingBook