Ofbeldi_gegn_börnum - page 25

23
samskiptum við þá fyrrnefndu. Ef grunur vaknar um að andlegt ofbeldi
geti verið á ferð heima má hafa í huga:
Merki um skeytingarleysi í garð barns.
Að orð falli endurtekið sem sýna lítinn skilning á þörfum barns.
Illt umtal eða áfellisdóma í garð barns sem virðist tilefnislaust.
Vegna þess hve illgreinanlegt andlegt ofbeldi er og þar eð afleiðingar geta
verið alvarlegar er sérstök ástæða til að gefa slíku gaum. Vaxandi skilning-
ur er á alvarlegum afleiðingum andlegs ofbeldis fyrir börn. Kennarar og
námsráðgjafar geta hjálpað þessum börnum með því að treysta við þau
tilfinningatengsl á meðan á skólagöngu þeirra stendur. Slík tengsl geta
verið barni ómetanleg bæði á meðan og eftir að tekið er á vandanum.
Líkamlegt ofbeldi
Með líkamlegu ofbeldi er átt við að slá barn með hendi, staf, ól eða
öðrum hlut, löðrunga, sparka, hrista, kasta því, kæfa, brenna, stinga eða
særa barn með vopni (Miller-Perrin og Perrin, 2007). Barnaréttarnefnd
Sameinuðu þjóðanna skilgreinir líkamlegar refsingar sem allar þær refs-
ingar þar sem beitt er líkamlegu valdi með það að markmiði að valda
einhverjum sársauka eða óþægindum, sama hversu smávægilegum (sjá
í Steinunn Bergmann, 2010).
Áhrif líkamlegs ofbeldis eru áverkar, afmyndun, fötlun og í versta falli
dauði. Áhrifin geta líka verið geðræn eða vitsmunaleg, hegðunar- eða
félagsleg. Árásargirni og svonefnd andfélagsleg hegðun eru talin einna
algengustu einkenni hjá börnum sem beitt eru líkamlegu ofbeldi (Mill-
er-Perrin og Perrin, 2007). Jafnframt er algengt að börn byrgi vanlíðan
sína inni og að þau eigi erfitt tilfinningalega og í samskiptum, svipað og
nefnt var um andlegt ofbeldi, svo sem vinafæð þeirra.
Barnið getur borið merki líkamlegs ofbeldis, eins og t.d. marbletti, bruna-
sár eða beinbrot sem barnið og/eða foreldrar reyna að fela og eiga erfitt
með að útskýra á trúverðugan hátt. Hins vegar er ekki alltaf um sjáanlega
áverka að ræða þó að ofbeldið sé alvarlegt. Líkamlegar refsingar teljast
til þessa ofbeldis, enda er slíkt til þess fallið að valda börnum andlegu
(og líkamlegu) tjóni.
Mikilvægt er að allir, þar með talið starfslið skóla, átti sig á því að merki
um líkamlegt ofbeldi eru ýmist sýnileg eða ósýnileg. En hvernig getum við
vitað hvort barn hefur slasast óvart eða vegna líkamlegs ofbeldis? Til eru
1...,15,16,17,18,19,20,21,22,23,24 26,27,28,29,30,31,32,33,34,35,...92
Powered by FlippingBook