Ofbeldi_gegn_börnum - page 32

30
Til dæmis ætti kennari að sjá hvort barn eða unglingur er að jafnaði
þreyttur, virðist svefnlaus, vansæll, illa hirtur eða einbeitingarlítill. Þetta
eru allt hættumerki.
Goðsögnin um að börn vilji ekki segja frá ofbeldinu heima stenst ekki
(Nanna Þóra Andrésdóttir, 2014; Guðrún Kristinsdóttir, Margrét Ólafs-
dóttir og Ingibjörg H. Harðardóttir, 2014b). Reynsla af kennslu og í
rannsóknum sýnir að kennarar eru meðal þeirra sem halda þessu stund-
um fram en einnig að þeir eru áhugasamir ef fræðsla er í boði. Börn hafa
víða erlendis og hérlendis skýrt frá árangurslausum tilraunum til að segja
frá ofbeldi og illri meðferð sem þau sæta heima. Þetta er erfitt verkefni
fyrir barn, tengsl og traust þarf að vera fyrir hendi til að barnið stígi það
skref. Barn tjáir sig á grundvelli tengsla. Það krefst þess að fagfólkið
kunni að greina helstu einkenni og taka á málum. Athyglisvert þróunar-
starf erlendis hefur borið góðan árangur þar sem starfsfólk er þjálfað til
að spyrja hvort ofbeldi sé á ferð (Guðrún Kristinsdóttir, 2014; Brecken-
ridge og Ralfs, 2006; Laskey, 2008).
Þarna skiptir mestu að kennarar þekki þessi einkenni og dragi ekki að
ræða og tilkynna grun sinn tímanlega til yfirmanna svo að skriður
komist á rannsóknir og eftirfylgd.
Hvernig geta kennarar talað
3.4
við börn um ofbeldi?
Þetta er eins og með kynfræðsluna fyrr á dögum. Fyrsta ráðið er að svara
spurningum barna þegar þær koma. Daglega heyra flest börn um alls
kyns ofbeldi og önnur búa við það. Skólinn þarf að taka á þessu sem öðru
og margir hafa mótað starf þar að lútandi. En hvernig á að gera það?
Byrjaðu hægt og rólega
Þegar kennari ræðir um erfið samtalsefni er best að byrja með skilaboð-
um sem eru líkleg til að virka mest róandi á huga barnanna. Til dæmis
má byrja með að segja við þau, að þó að mikið sé talað um ofbeldi gegn
börnum og foreldrum hendi það alls ekki öll börn eða á öllum heimilum.
Að það sé aldrei barninu að kenna. Að fullorðnir beri ábyrgð á að
stöðva
efnið í smáskömmtum
.
Gott
er að nota sömu
aðferð og við að opna gosflösku sem hefur verið hrist, opna og hella
hægt og litlu í einu. Síðan getum við hellt afganginum hægt og rólega.
Þreyta, vansæld og
einbeitingarskortur
eru allt hættumerki
Börn vilja segja
frá ofbeldi sem
beitt er heima
hjá þeim
Brýnt að ræða og
tilkynna grun tíman-
lega til yfirmanna
1...,22,23,24,25,26,27,28,29,30,31 33,34,35,36,37,38,39,40,41,42,...92
Powered by FlippingBook