Ofbeldi_gegn_börnum - page 37

35
„Hvað ég átti eftir að hata þessi orð, þau voru kölluð á eftir okkur í svo
til öllum frímínútum. Þegar við þurftum á klósettið sættu hinir krakk­
arnir lagi og sátu um okkur, stóðu í hnapp og hlógu háðslega að bragga­
skrílnum.“ (Björg Guðrún Gísladóttir, 2014, bls. 7.)
Enda þótt eineltið birtist á ýmsan hátt er meðvitaður eða ómeðvitaður
tilgangur venjulega sá að útiloka, niðurlægja, særa og/eða meiða þann
sem fyrir eineltinu verður. Ekki er alltaf auðvelt að greina á milli stríðni
og eineltis, þeir sem stríða halda því oft fram að þetta sé bara grín. Það
sem sker úr um hvort grípa þarf inn í eða ekki er líðan þess sem fyrir
stríðninni verður. Reynslan hefur sýnt að einelti byrjar oft með neikvæðri
stríðni. Þess vegna er mikilvægt að vera vakandi fyrir stríðni og tala við
barnið sem fyrir stríðninni verður til að kanna hvaða áhrif stríðnin hefur
á það (Høiby, 2009). Erfitt er að fullyrða um hversu algengt einelti er
þar sem skilgreiningar eru mismunandi og rannsóknarðaferðir ólíkar.
Hverjir verða fyrir einelti?
4.2
Reynt hefur verið að greina hvað einkennir börn sem verða fyrir einelti
og þau sem beita því. Með því er á vissan hátt verið að beina athyglinni
að einstökum börnum og frá ábyrgð hinna fullorðnu en eins og fram
hefur komið eru sterk tengsl milli skólabrags og tíðni eineltis í skólum
(Skolverket, 2011). Það má einnig benda á að um það bil helmingur
barna sem tengjast eineltismálum ýmist leggja aðra í einelti eða verða
fyrir því sjálf (United Nations Secretary-General’s Study on Violence
against Children, 2006). Aðgerðir gegn einelti þurfa því fyrst og fremst
að beinast að skólanum sem samfélagi fremur en að einstökum börnum,
þó það undanskilji ekki skyldur skólans gagnvart börnum sem þurfa
sérstakan stuðning. Með viðhorfi sínu, framkomu og væntingum gefa
starfsmenn skóla tóninn og eru nemendum fyrirmyndir í samskiptum.
Ekki má gleymast að styðja sérstaklega við börn sem sýna árásargirni
en slík hegðun kemur oft fyrst fram í leikskóla (Alsaker og Valkanover,
2001). Þar ætti strax að grípa inn og finna betri farveg fyrir hegðun
barnsins og hjálpa því að komast út úr erfiðu samskiptamynstri. Benda
má á gátlista um gerð áætlana gegn einelti á heimasíðu skóla- og frí-
stundasviðs Reykjavíkurborgar:
og á
Sterk tengsl eru
milli skólabrags og
tíðni eineltis
1...,27,28,29,30,31,32,33,34,35,36 38,39,40,41,42,43,44,45,46,47,...92
Powered by FlippingBook