Ofbeldi_gegn_börnum - page 39

37
án kennslu í notkun fjölmiðla og netsins. Á haustfundi með foreldrum
og skóla þarf að ræða kosti og ókosti síma- og netnotkunar nemenda og
ná sátt um hvernig síma- og fjarskiptanotendur skólinn og foreldrar vilja
ala upp í sameiningu. Hér er farsælla að kenna en banna.
Örugg netnotkun
5.1
Ekki eru til lög eða opinberar reglur um netnotkun eða samskipti fólks á
netinu. En lög og almennar kurteisisvenjur eiga að sjálfsögðu að gilda um
samskipti fólks þar eins og annars staðar þar sem hugað er að virðingu
fólks og friðhelgi einkalífs (Umboðsmaður barna, 2014b). Það er mik-
ilvægur þáttur í uppeldi og menntun allra barna að kenna þeim örugga
netnotkun. Með því er átt við að barnið noti netið án þess að bera af
því skaða. Hætta getur t.d. falist í því að barnið fær aðgang að efni sem
veldur því vanlíðan eða ótta eða að athafnir barnsins eða upplýsingagjöf
um einkahagi eða athugasemdir geta komið því illa. SAFT sem merkir
samfélag, fjölskylda og tækni er vakningarátak um örugga tækninotkun
barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action
Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun. SAFT
hefur gefið út netorðin fimm sem kennarar ættu að kynna sér á heimasíðu
verkefnisins (SAFT, 2014).
Netorðin eru:
1. Allt sem þú gerir á netinu endurspeglar hver þú ert.
2. Góð samskipti eru jafn mikilvæg á netinu og annars staðar.
3. Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er.
4. Mundu að þú skilur eftir þig stafræn spor á netinu.
5. Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á netinu.
Hættur á netinu
5.2
Á netinu leynast ýmsar hættur fyrir börn, svo sem klám, ofbeldi af
ýmsum toga, niðrandi ummæli, sögusagnir, myndbirtingar, áróður,
t.d. varðandi staðalmyndir kynjanna, blekkingar á samskiptavefjum,
tæling, tölvuleikjafíkn
. Stundum er upplýsingatæknin notuð í þeim
tilgangi að misnota börn, svo sem með myndbirtingum og samræðum
á spjallsíðum í gegnum netið og með því að ná fundum þeirra og eiga
Netorðin fimm
um örugga
netnotkun
1...,29,30,31,32,33,34,35,36,37,38 40,41,42,43,44,45,46,47,48,49,...92
Powered by FlippingBook