Ofbeldi_gegn_börnum - page 46

44
skólans, bæði skráð og óskráð. Pestalozzi-verkefninu er ætlað að hrinda
í framkvæmd menntaáætlun Evrópuráðsins en verkefnið gengur út frá
því að forvarnir gegn ofbeldi felist í að aðilar skólasamfélagsins standi
saman að uppbyggingu og viðhaldi góðs skóla- og bekkjarbrags. Sjá
nánar um Pestalozzi-verkefnið á
.
Sameiginlegur skilningur þarf að ríkja á því hvað skuli einkenna skóla-
brag viðkomandi skóla.
Heildstæð nálgun skólans
6.3
Í skóla sem vinnur markvisst gegn ofbeldi eru forvarnir samofnar skóla-
námskrá og öllum námsgreinum. Skólastjórinn leiðir eflingu starfsfólks-
ins með fræðslu, samræðu og þjálfun, enda á starfsfólkið að vera fyrir-
myndir nemenda, ekki aðeins með því að segja þeim hvernig sé rétt að
haga sér heldur með því að sýna þeim það í verki í öllum samskiptum
og umræðum. Nauðsynlegt er að allt starfsfólk njóti þessarar fræðslu og
viti hvernig á að bregðast við ef það verður vart við ofbeldi eða ef nem-
andi leitar til þess með upplýsingar um ofbeldi, því barn getur allt eins
sagt stuðningsfulltrúa eða starfmanni í mötuneyti frá ofbeldi sem það
býr við eins og umsjónarkennara. Markmiðið er heildstæð vinnubrögð
og skýrir verkferlar sem allir þekkja og fylgja. Ábyrgð allra þarf að vera
ljós og hvert þeir geta leitað eftir ráðgjöf.
Kennarar hafa áhrif
6.4
Margt skólafólk leggur áherslu á umhyggjuhlutverk skólans og telja
umhyggjuna vera meginviðfangsefni hans. Með umhyggju er átt við að
þörfum barnsins sé mætt á heildrænan hátt (Noddings, 1984). Hlutverk
kennarans er með öðrum orðum víðtækara en kennsla námsgreina. Oft
hafa kennarar meiri áhrif á nemendur en þeir gera sér ljóst. Gilligan
(1998) benti á að kennarinn geti gegnt sérstaklega mikilvægu hlutverki
gagnvart þeim börnum sem eiga við margvíslegan vanda að glíma í
einkalífi sínu, t.d. börnum sem búa við ofbeldi heima fyrir. Að hans mati
skiptir það oft sköpum að þessi börn treysti kennaranum sínum og að
hann sýni þeim umhyggju. Stundum er skólinn eini griðastaður barns
og kennarinn eini fullorðni einstaklingurinn fyrir utan heimilið sem
barnið er í reglulegum samskiptum við yfir langt tímabil. Vegna reynslu
Skólastjóri leiðir
eflingu starfsfólks í
markvissum forvörn-
um gegn ofbeldi
Umhyggjuhlutverk
kennara og skóla
Eitt mikilvægasta
verkefni kennara og
annars starfsfólks
skóla er að stuðla að
góðum skólabrag
1...,36,37,38,39,40,41,42,43,44,45 47,48,49,50,51,52,53,54,55,56,...92
Powered by FlippingBook