Ofbeldi_gegn_börnum - page 52

50
að gera barnaverndarnefnd viðvart ef ætla má að aðstæður barns séu
með þeim hætti sem lýst er í liðunum a–c í 16. gr. Þá segir einnig:
Tilkynningarskylda samkvæmt þessari grein gengur framar ákvæðum
laga eða siðareglna um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta (Barna-
verndarlög nr. 80, 2002,
.).
Þessi ákvæði eru afdráttarlaus og víðtæk. Þá ber að minna á að gagnkvæm
samstarfsskylda hvílir á skólum og barnavernd. Þessi ákvæði hafa lengi
verið í gildi en framfaraspor varð þegar settar voru verklagsreglur fyrir
skólafólk um tilkynningarskylduna (Barnaverndarstofa e.d.), sj
. Þar kemur fram að gert er ráð fyr-
ir að starfsmenn leik-, grunn- og framhaldsskóla meti hvort ástandi,
líðan eða umönnun barns sé þannig háttað að tilkynna eigi um það til
barnaverndarnefndar þar sem barnið býr. Varast ber þó að staldra mik-
ið við orðið
meta
í þessu sambandi því að það er barnaverndar að kanna
mál og tilkynna skal um grun, ekki aðeins staðfestar sannanir. En þarna
er stundum hængur á því að rannsóknir og reynsla benda til þess að
kennarar óski oft fyrst að staðfesta grun sinn áður en þeir tilkynna um
mál (Hawkins og McCallum, sbr. Laskey, 2008). Það er þó alls ekki
hlutverk starfsfólks heldur er grunur nægjanlegur og fullgild ástæða til
að tilkynna.
Samkvæmt 30. gr. laga um grunnskóla skulu skólar hafa áætlun um
framkvæmd tilkynningarskyldunnar og um hvernig brugðist er við
einelti, öðru ofbeldi og félagslegri einangrun (Lög um grunnskóla nr.
91, 2008). Brýnt er að skólastjórnendur kynni starfsfólki reglur um
tilkynningarskyldu og veki athygli á þeim, meðal annars á fundum og
í handbók skóla.
Efi um eigin vitneskju og færni
7.3
Margir velkjast í vafa um hvort og hvenær tilkynna á grunsemdir til barna-
verndar. Þetta getur stafað af óöryggi eða tíðri neikvæðri fjölmiðlaum-
fjöllun. Laskey (2008) bendir á að neikvæð reynsla af tilkynningum geti
skaðað samstarf milli skóla og aðila sem kanni málin að tilvísun lokinni.
Þegar verst lætur skapist vantraust og skólar noti það sem afsökun til að
vísa ekki málum til samstarfsaðila. Laskey mælir með þjálfun, einkum
fyrir nýja kennara, til að takast á við þetta.
Gagnkvæm
samstarfsskylda
hvílir á skólum og
barnavernd
Grunur er
nægjanleg og
fullgild ástæða
til að tilkynna
1...,42,43,44,45,46,47,48,49,50,51 53,54,55,56,57,58,59,60,61,62,...92
Powered by FlippingBook