Ofbeldi_gegn_börnum - page 47

45
sinnar í starfi með börnum er hann í betri aðstöðu en flestir aðrir til að
greina vísbendingar um vanlíðan nemanda og getur því gripið til við-
eigandi ráðstafana
.
Nordahl (2002) vekur athygli á því að nemandi hafi ekki verið lengi í
skóla þegar hann gerir sér ljóst hvaða álit kennarinn hefur á honum.
Aðrir nemendur í bekknum verða fyrir áhrifum af viðhorfi kennarans
til einstakra barna. Með neikvæðu viðhorfi eða litlum væntingum getur
kennarinn ómeðvitað stuðlað að eða samþykkt fordóma í garð einstak-
linga eða hópa og jafnvel hunsað vísbendingar um ofbeldi í þeirra garð.
Það segir sig sjálft að slíkt getur haft djúpstæð áhrif á félagslega stöðu
og tilfinningar viðkomandi nemenda. Þau börn sem eru lágt skrifuð
af kennaranum fara því oft á mis við að verða virkir og viðurkenndir
þátttakendur í skólasamfélaginu.
Líf og hugsanir barns
6.5
Ekkert barn ætti undir nokkrum kringumstæðum að upplifa ofbeldi þó
raunin sé því miður önnur. Snemma árs 2014 kom út bókin
Hljóðin í
nóttinni
eftir Björgu Guðrúnu Gísladóttur. Þar lýsir hún uppvexti sínum
við aðstæður sem ollu henni kvíða og sálarkvölum og hafa haft áhrif á
allt hennar líf. Fyrst og fremst lýsir bókin þó algeru varnarleysi barns.
Það hefði ef til vill aðeins þurft eina manneskju, kennara eða einhvern
annan fullorðinn sem hefði sýnt henni umhyggju, áunnið sér traust
hennar, hlustað á hana, sýnt henni skilning og veitt hvatningu. Björg
Guðrún er langt frá því að vera eina barnið með slíka reynslu (Guðrún
Kristins­dóttir, Margrét Ólafsdóttir og Ingibjörg H. Harðardóttir, 2014a).
Öll börn hafa þörf fyrir umhyggju í skólanum en allra mest börnin sem
standa í svipuðum sporum og Björg Guðrún gerði og hafa jafnvel engan
annan að leita til en starfsfólk skólans. Kennarar og annað starfsfólk sem
óttast um velferð barna og eru á báðum áttum um hvað eigi að gera ættu
að leita til skólastjóra eða barnaverndar jafnvel þó að málið fari ekki í
formlegan farveg. Á Íslandi eiga öll börn rétt á að búa við öryggi óháð
menningarlegum bakgrunni. Kennari ætti alltaf að hafa velferð barnsins
í fyrirrúmi og láta viðeigandi aðila vita af grunsendum sínum, jafnvel
þótt foreldrar gætu litið á slíkt sem afskiptasemi. Líf og heilsa barnsins
gæti verið í húfi.
Kennarar og annað
starfsfólk ætti alltaf
að hafa velferð
barns í fyrirrúmi og
leita til skólastjóra
eða barnaverndar
ef grunsemdir vakna
um að barn búi
við ofbeldi eða
vanrækslu
1...,37,38,39,40,41,42,43,44,45,46 48,49,50,51,52,53,54,55,56,57,...92
Powered by FlippingBook