Ofbeldi_gegn_börnum - page 41

39
Miðlalæsi
5.3
Með markvissri kennslu í miðlalæsi stuðlar skólinn að öruggri netnotk-
un barna. Víða um hinn vestræna heim er lögð rík áhersla á að kenna
börnum að vera læs á miðla, þar á meðal netið. Hugtakið miðlalæsi
vísar til færni, þekkingar og skilnings sem gerir notendum kleift að nýta
sér miðla á öruggan og skilvirkan hátt. Það felst ekki síst í því að efla
með þeim gagnrýna hugsun og kenna þeim að vera ábyrgir notendur og
samfélagsþegnar. Framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar bendir á eftirfar-
andi dæmi um markmið fjölmiðlalæsis:
Að börn læri að skilja hvað liggur að baki fjölmiðla- og netefni. Hver
setur efnið fram, á hverju byggir hann/hún fullyrðingar sínar, eftir
hverju sækist hann/hún með því og hverjir eru hagsmunir hans/
hennar af því?
Að börn læri að greina áhrif miðla, meðal annars auglýsinga á mótun
samfélagsins, t.d. á staðalmyndir kynjanna. Hvernig birtast konur
og karlar í auglýsingum, hver er munurinn og hvaða skilaboðum er
verið að koma á framfæri?
Að börn læri um þá ábyrgð sem felst í því að setja efni á netið. Hvaða
lög gilda um það? Hvað verður um efni sem sett er á netið? Hvaða
áhrif getur það haft?
Að börn geri sér ljóst hvers vegna er varasamt að treysta ókunnugu
fólki á netinu.
Benda má á bæklinginn
Börn og miðlanotkun
sem gefinn er út af Fjöl-
miðlanefnd (2014) og Heimili og skóla.
Vernd barna gagnvart
5.4
fjölmiðlum
Ríkjum á evrópska efnahagssvæðinu ber að stuðla að ábyrgri notkun
barna og ungmenna á því sem snertir upplýsingasamfélagið og hvetja
fjölmiðlaveitur á netinu og önnur netfyrirtæki til að berjast gegn mis-
munun á grundvelli kyns, kynþáttar, trúar eða skoðana, fötlunar, aldurs
eða kynhneigðar. Þetta á að gera án þess að takmarka tjáningar- eða
prent­frelsi. Einnig ber stjórnvöldum að setja siðareglur í samráði við
fag- og eftirlitsaðila og leita leiða til að berjast gegn ólöglegri starfsemi
sem getur skaðað börn og ungmenni.
Miðlalæsi gerir not-
endum fjölbreyttra
miðla kleift að nýta
sér þá á öruggan og
skilvirkan hátt
1...,31,32,33,34,35,36,37,38,39,40 42,43,44,45,46,47,48,49,50,51,...92
Powered by FlippingBook