Ofbeldi_gegn_börnum - page 30

28
börn umþessi mál heldur hvernig. Í köflunumhér að framan hefur komið
endurtekið fram að ýmis form ofbeldis gegn börnum veiki sjálfsmynd
þeirra. Þessi lærdómur er lykilatriði. Fræðsla þarf að beinast að því að
styrkja sjálfsmynd barna, að kenna þeim að treysta sinni eigin dómgreind
en grunninn að því þurfa foreldrar og fagfólk að leggja með þeim. Nám,
kennsla og námsefni í lífsleikni og samskiptafærni er gagnlegt í þessu skyni.
Sjá frekari upplýsingar um námsefni og kennsluaðferðir í tíunda kafla.
Vanræksla
Vanræksla er eins og felst í orðinu að láta eitthvað ógert, vanhirða eða
hirðuleysi. Vanræksla sem felst í skorti á góðum aðbúnaði er t.d. þegar
barn fær ekki mat, fatnað, daglega umhirðu, eftirlit og vernd. Vanhirða
getur verið andleg og líkamleg og mismikil. Hún getur stafað af vangetu
foreldra til að ala nauðsynlega önn fyrir barni þannig að það þroskist
eðlilega eða að foreldrarnir hafi nóg með sig og sín vandamál. Barnið
er tilfinningalega ónógt, foreldrar pirraðir, láta sér fátt um það finnast,
eru heilsuveilir eða skortir aðstæður til að ala upp barn.
Almenn samstaða er um að vanræksla barna hafi alvarleg og neikvæð
áhrif á þau (Dubowitz og Bennett, 2007). Kennarar ættu að hafa í huga
að vanræksla vísar til endurtekins eða viðvarandi ástands fremur en til
einstakra atburða. Kennari skyldi fylgjast vel með barni þegar grunur
vaknar um viðvarandi vanrækslu.
Vanhirða ungbarna þekkist til dæmis af því að barn er látið liggja án þess
að skipt sé á því, það er óhreint, húðbruni undan bleyju, umhirðu þess
er áfátt eða vond lykt er af því. Ef fæða er slæm eða ófullnægjandi getur
það haft alvarlegar afleiðingar. Það sést af því að dregið er af barninu,
það er svangt og horast niður. Dæmi eru um að komið sé að barni sem
hefur legið tímunum, eða jafnvel dögum saman, án þess að fá hvorki
vott eða þurrt né að skipt sé á því.
Hjá eldri börnummá merkja vanrækslu á slæmri tannhirðu eða að ekki
er farið með barn til læknis eða læknir sóttur til þess. Barninu er ekki
þvegið, það látið þvo sér eða skipta um föt og það lyktar illa. Skólabörn
hafa ekki með sér nesti, þau eru ósnyrtileg og illa hirt dögum saman.
Börnin koma veik í skólann eða mæta ekki og ekki er látið vita að heiman.
Slík vanhirða hefur alvarleg áhrif á andlegan og líkamlegan þroska
barns. Skortur á athygli og örvun leiðir meðal annars til seins málþroska
Vanræksla
barns vísar til
endurtekins eða
viðvarandi ástands
Fræðsla þarf
að beinast að því
að styrkja sjálfs-
mynd barna
1...,20,21,22,23,24,25,26,27,28,29 31,32,33,34,35,36,37,38,39,40,...92
Powered by FlippingBook