Fæðing barns

Búddadómur / Siðir / Fæðing barns

Sækja pdf-skjal

 

Hefðir innan búddadóms í tengslum við fæðingu barns eru mjög mismunandi eftir löndum og stefnum. Í Tælandi eru yfirleitt ekki neinir sérstakir nafngjafasiðir fyrir utan það að munkar eru stundum beðnir um að finna gott og blessunarríkt nafn. Í Burma eru haldnar margskonar bernskuathafnir, til dæmis þungunarathöfn, fæðingarathöfn, nafngjafarathöfn og athafnir til að festa lokka í eyru stúlkna og binda upp hár drengja.

Í mörgum löndum er munkum boðið heim þegar barn fæðist til að tóna ritningarvers úr helgiritunum. Þegar barn er orðið mánaðar gamalt eða þegar það er farið að ganga er svo farið með það í musteri þar sem því er gefið nafn og munkarnir tóna blessunarorð og bera vígt vatn yfir bæði barnið og foreldrana.

Á Íslandi er algengt að foreldrar barna aðhyllist sitt hvora trúna og er þá algengt að haldnar séu tvær nafngjafarathafnir fyrir barnið.

Það er skylda foreldranna að ala börn sín upp í samræmi við kenningar Búdda. Börnum er því meðal annars kennt að bera virðingu fyrir öðrum, sýna samúð, örlæti og kærleika.